Inga Björk Ingadóttirer tónskáld, lýruleikari og söngkona. Hennar aðalstarf er við músíkmeðferð og tónlistarkennslu í Hljómu, Hafnarfirði. (www.hljoma.is)
Inga Björk hefur frá unga aldri lifað og hrærst í tónlist og komið víða við á tónlistarferli sínum. Hún lærði á píanó og lauk burtfararprófi frá Tónlistarskóla Kópavogs þar sem hún nam einnig tónsmíðar og tölvutónlist. Hún hélt til náms í músíkmeðferð í Berlín árið 2001 og lauk þar námi 2006. Frá þeim tíma hefur hún starfað við músíkmeðferð, tónlistarsköpun og kennslu hér á Íslandi og í Þýskalandi. Inga Björk hefur gefið út 2 breiðskífur auk fjölda EP platna og myndbanda. Fyrsta sólóplata Ingu Bjarkar, Rómur, kom út í lok árs 2018. Tveggja laga EP platan Straumur kom út í júní, og þriggja laga EP platan Samastað í ágúst 2020. Í janúar 2021 kom út smáskífan Skammdegi. Í janúar 2022 kom út smáskífan Sólarlag, lag Ingu Bjarkar við ljóð Hannesar Hafstein. 2. breiðskífa Ingu Bjarkar, Blær & stilla, kom út í júní 2021 á vinyl og á Bandcamp. Sumarið 2022 kom svo út þriggja laga EP platan Inga Björk & band ~ live ásamt myndböndum frá tónleikunum. |
*Tónleikar* *Concerts*
Berlín, Þýs.
Matahari Bar, Nürnberg, Þýs.
Zeist, Holland
Þjóðlagahátíðin Siglufirði
Melodica Hafnarfirði
Melodica Reykjavík
Heima Tónlistarhátíð Hafnarfirði
Sofar Sounds Rvk
Fríkirkjan Hafnarfirði
Kítón Klassík, Iðnó og Hofi
auk fjölda annarra viðburða og tónleika af ýmsum stærðum og gerðum